Golfklúbbur Hraunborga var stofnaður árið 2013 og er félagasamtök um golfvöllinn í Hraunborgum í Grímsnes og Grafningshrepp.
Golfvöllurinn er skemmtilegur 9 holu, par 3 völlur sem hentar öllum að spila, en á vellinum hafa margir stigið sín fyrstu skref í golfíþróttinni.
Markmið Golfklúbbs Hraunborga er að stuðla að golfíþróttinni og gefa öllum aldurshópum tækifæri á því að spila þessa frábæru íþrótt fyrir sanngjarnt verð og í skemmtilegum félagsskap.
Golfvöllurinn er opin fyrir öllum, þ.e.a.s. bæði fyrir félagsmenn og aðra áhugasama golfara sem vilja spila staka hringi á vellinum, en verðskrá golfklúbbsins má finna hér gjaldskrá.
Rástíma þarf ekki að panta hjá okkur nema um stærri hópa sé að ræða. Lausaganga hunda er stranglega bönnuð á vellinum.
Golfsumarið 2024 munum við halda nokkur mót t.d. Bændaglímu, Tveggja kylfumót, Meistaramót Hraunborga, Reddermót o.s.frv., sjá nánar hér undir mót.
Golfskálinn okkar er við golfvöllinn og þar er salernisaðstaða og pallur með borðum og stólum.