Golfklúbbur Hraunborga
  • Forsíða
  • Rástímar
  • Gjaldskrá
  • Mót
  • Klúbburinn
  • Félagaskrá
  • Facebook
  • English

Um okkur

Golfklúbbur Hraunborga var stofnaður árið 2013 og er félagasamtök um golfvöllinn í Hraunborgum í Grímsnes og Grafningshrepp.

Golfvöllurinn er skemmtilegur 9 holu, par 3 völlur sem hentar öllum að spila, en á vellinum hafa margir stigið sín fyrstu skref í golfíþróttinni.

Markmið Golfklúbbs Hraunborga er að stuðla að golfíþróttinni og gefa öllum aldurshópum tækifæri á því að spila þessa frábæru íþrótt fyrir sanngjarnt verð og í skemmtilegum félagsskap.

Golfvöllurinn er opin fyrir öllum, þ.e.a.s.
bæði fyrir félagsmenn og aðra áhugasama golfara sem vilja spila staka hringi á vellinum, en verðskrá golfklúbbsins má finna hér gjaldskrá.

Rástíma þarf ekki að panta hjá okkur heldur mætir golfarinn eingöngu á völlinn til að spila.

Golfsumarið 2022 munum við halda nokkur mót fyrir félagsmenn, t.d. Texas Scramble,
Meistaramót Hraunborga o.s.frv., sjá nánar hér undir mót.

​Golfskálinn okkar er þjónustumiðstöðin í Hraunborgun (Lava Village) en þar er boðið upp á mat, drykki, útisvæði, leiktæki, mini golf, sundlaug o.s.frv., sjá nánar hér undir þjónustumiðstöð.


Hlökkum til að sjá ykkur á vellinum í sumar!
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture

Golfklúbbur Hraunborga / Hraunborgir / Grímsnes og Grafningshreppur / Kennitala: 700913-0230 /  www.gkh.is / gkh@gkh.is
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Rástímar
  • Gjaldskrá
  • Mót
  • Klúbburinn
  • Félagaskrá
  • Facebook
  • English