GolfmótGolfsumarið 2023 höldum við nokkur mót fyrir félagsmenn, en nánari upplýsingar eru væntanlegar:
Meistaramót Golfklúbbs Hraunborga verður haldið laugardaginn 6 ágúst 2022 kl. 12.00 og spilaðir verða tveir hringir eða 18 holur til forgjafar í karla-, kvennaflokki og 15 ára og yngri.
Skráning fer fram hér fyrir neðan og er mótsgjaldið 2.500 kr., sem millifæra á inn á reikning: 111-26-70091, kt. 700913-0230, en frestur til skráningar er til kl. 12.00 föstudaginn 5 ágúst. Ath. Mótið er eingöngu fyrir félagsmenn, en þeir sem eru ekki skráðir og vilja taka þátt geta valið um að greiða til viðbótar félagsgjaldið sem er 3.000 kr. án spilaréttar eða greitt árgjaldið með spilarétti sem er 16.500 kr. fyrir einstakling eða 25.000 fyrir pör/hjón. Glæsileg verðlaun eru í boði, en verðlaunaafhendingin verður að móti loknu. |