RástímarRástíma þarf ekki að panta hjá okkur heldur mætir golfarinn eingöngu á völlinn til að spila.
Golfvöllurinn er opinn fyrir bæði félagsmenn og aðra áhugasama golfara sem vilja spila staka hringi á vellinum. Til að gerast félagi í Golfklúbb Hraunborga eða greiða fyrir staka hringi, þá greiða golfarar samkvæmt gjaldskrá Golfklúbbs Hraunborga, sjá nánar hér undir gjaldskrá. Við viljum benda golfurum á að hafa tillitssemi í huga, hleypa fram úr sér á vellinum ef spilamennska er hæg og hafa skemmtun og gleði að leiðarljósi. Góða skemmtun! |