Rástímar og UmgengnisreglurRástíma þarf ekki að panta fyrirfram.
Vinsamlegast athugið að hópar þurfa að senda beiðni um rástíma á [email protected] Við treystum golfurum til að berða virðingu fyrir vellinum og starfseminni, ganga vel um og greiða vallargjaldið áður en að leikur er hafinn. Golfvöllurinn er opinn fyrir bæði félagsmenn og aðra áhugasama golfara sem vilja spila staka hringi á vellinum. Til að gerast félagi í Golfklúbbi Hraunborga skal senda beiðni á [email protected] með upplýsingum um nafn, kennitölu, síma og netfang. Í kjölfarið verður send krafa í heimabanka. Vinsamlegast leggið ekki beint inn á reikninginn. Greiða skal fyrir staka hringi, þá greiða golfarar samkvæmt gjaldskrá Golfklúbbs Hraunborga, sjá nánar hér undir gjaldskrá. Umgengnisreglur Á Ásgeirsvelli í Hraunborgum skal fara að öllum viðurkenndum golfreglum. Völlurinn er hirtur reglulega og haldið við. Salerni er á staðnum og aðstaða til að setjast niður. Völlurinn er ekki mannaður og er treyst á heiðarleika kylfinga varðandi umgengni og vallargjöld. Völlurinn er ekki í GSÍ og reiknast ekki til forgjafar. Völlinn er hægt að finna í Garmin appinu. Eftirfarandi reglur gilda:
Stjórn Golfklúbbs Hraunborga |