Félagaskrá 2024Meðlimir í golfklúbbi Hraunborga eru nú 190 talsins. Flestir eiga orlofshús í Hraunborgum en félagar koma einnig úr nágrannabyggðum og víða að. Aðild stendur öllum opin.
Af persónuverndarástæðum birtum við ekki nöfn félagsmanna að þeim forspurðum. Lög Golfklúbbs Hraunborga
1. gr. – Heiti Félagið heitir Golfklúbbur Hraunborga, skammstafað GKH. Heimili er að Hraunborgum í Grímsnes og Grafningshreppi. 2. gr. – Markmið Markmið klúbbsins er rekstur golfvallar og tengdan rekstur, að efla áhuga á golfíþróttinni og skapa sem besta aðstöðu til að iðka hana. 3. gr.- Félagsmenn Félagið er opið öllum þeim sem starfa vilja innan vébanda þess í samræmi við gildandi lög og reglur þess. Um félagsaðild og önnur skyld mál, skal styðjast við reglur GSÍ. 4.gr. -Aðalfundur Aðalfundur er æðsta vald í málefnum klúbbsins og skal haldinn í fyrir 1. Júní ár hvert og skal boða til hans með tölvupósti og á vefsvæði klúbbsins með a.m.k. tíu daga fyrirvara. Aðalfund er heimilt að halda í húsakynnum þeim sem stjórn leggur til. Aðalfundur er löglegur sé hann boðaður samkvæmt ofangreindu. Lagabreytingar er aðeins hægt að gera á aðalfundi, sé þeirra getið í fundarboði og kynntar á heimasíðu GKH. Tillaga að lagabreytingu skal hafa borist stjórn klúbbsins eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund og skal vera skrifleg. Heimilt er þó að taka fyrir á aðalfundi tillögur til breytinga á lögum félagsins, sem síðar koma fram ef 2/3 hlutar viðstaddra atkvæðisbærra fundarmanna eru því samþykkir. Til að lagabreytingar öðlist gildi, þurfa 2/3 hlutar viðstaddra atkvæðisbærra fundarmanna að samþykkja tillöguna. Allir skuldlausir félagsmenn hafa kjörgengi til stjórnarstarfa og atkvæðisrétt á aðalfundi. Málfrelsi og tillögurétt hafa allir félagar. 5. gr. – Dagskrá aðalfundar 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir 3. Ársreikningur liðins reikningsárs lagður fram til samþykktar 4. Tillaga stjórnar um félagsgjöld lögð fram. 5. Fjárhagsáætlun næsta árs 6. Lagabreytingar 7. Kosning stjórnar og skoðunarmanna samkvæmt samþykktum lögum klúbbsins. 8. Önnur mál 6 gr. – Stjórn klúbbsins. Stjórn klúbbsins skipa 6 félagsmenn; Formaður, ritari, gjaldkeri og 3 meðstjórnendur sem kosnir á aðalfundi. Formaður skal kosinn sérstaklega til eins árs. Aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn. Æskilegt er að stjórnarmenn séu formenn nefnda samanber 7.gr. Stjórn skiptir með sér verkum. Kjósa skal tvo skoðunarmenn til eins árs í senn. Stjórn fer með öll mál klúbbsins milli aðalfunda. 7. gr. – Nefndir Á vegum stjórnarinnar skulu að jafnaði starfa eftirfarandi nefndir:
8. gr. – Árgjöld og flatargjöld. Árgjöld skulu ákveðin á aðalfundi. Stjórn klúbbsins skal leggja fram tillögu að árgjöldum. Stjórn ákveður mótagjöld og önnur gjöld. 9. gr. – Ógreidd árgjöld Félagar fyrirgera öllum klúbbréttindum sínum séu árgjöld ekki greidd á réttum tíma. 10. gr. – Umgengnisreglur Við golfleik skal farið eftir gildandi golfreglum á hverjum tíma. Stjórn setur staðarreglur. Mótanefnd getur sett sérreglur séu aðstæður slæmar. Slæm umgengni innan golfvallarsvæðis getur valdið brottvikningu úr klúbbnum og skal hún vera skrifleg og staðfest af meirihluta klúbbstjórnar. 11. gr. – Reikningsár Reikningsár klúbbsins er 1. janúar til 31. desember. 12. gr. – Félagsfundir Stjórn boðar til almennra funda eftir þörfum eða ef tíu eða fleiri fullgildir félagar óska þess skriflega og tilgreini ástæðu. Slíkan fund skal halda innan þriggja vikna frá móttöku slíkrar beðni. Til almennra funda skal boða með sama hætti og aðalfund. 13. gr. – Félagsslit Liggi fyrir að hætta starfsemi klúbbsins, skal boðað til sérstaks fundar þar að lútandi með tveggja vikna fyrirvara og eigi síðar en einu ári eftir að reglulegri starfsemi er hætt. Slíkur fundur er lögmætur ef helmingur félaga er mættur og 2/3 fundarmenn samþykkja slíka ákvörðun. Mæti ekki nægjanlegur fjöldi félaga, skal boðað til annars fundar innan einnar viku og telst hann löglegur um klúbbslit. Við slit skulu allar eignir klúbbsins renna til Sjómannadagsráðs, eiganda vallarins. 14. gr. Lög þannig samþykkt á aðalfundi 16. mars 2024. |