Golfklúbbur HraunborgaGolfklúbbur Hraunborga var stofnaður árið 2013 og er félagasamtök um golfvöllinn í Hraunborgum í Grímsnes og Grafningshrepp. Rekstur vallarins er á landi Sjómannadagsráðs. Öll vinna í kring um starfsemi vallarins er gerð í sjálfboðavinnu.
Golfvöllurinn er 9 holu, par 3 völlur: Stjórn GKH skipa: Ragnheiður K. Guðmundsdóttir formaður, sími 6982511 Þuríður Lárusdóttir gjaldkeri, Viðar Geirsson ritari. Meðstjórnendur eru: Guðjón Stefánsson, Magnús Eiríksson, Sigurður Geirsson Anna Sigríður Ásgeirsdóttir. Skoðunarmenn: Edda Friðfinnsdóttir og Súsanna Friðriksdóttir Vallarnefnd: Sigurður Geirsson Magnús Eiríksson Bjarni Birgir Þorsteinsson, Mótanefnd Guðrún Þórarinsdóttir, Bjarni Birgir Þorsteinsson Viðburðanefnd Oddsteinn Gíslason, Anna Sigríður Ásgeirsdóttir Guðrún Þórarinsdóttir Jón Þorir Jónsson (Bonni) Staðarreglur Girðingar eru vallarmörk. Leyfilegt er að færa boltann á flötum um einn púttershaus og stilla upp, þó ekki nær holu. Færa má um eina kylfulengd á brautum. Ef græðlingar eða svæði sem afmörkuð eru fyrir slíkt trufla stöðu eða sveiflu má láta boltann falla innan kylfulengdar frá þeim stað sem truflun er ekki fyrir hendi. Þó ekki nær holu. Án vítis. Ef boltinn er sleginn út fyrir vallarmörk ber að endurtaka höggið gegn einu víti. Ef bolti finnst ekki eftir þriggja mínútna leit, má láta nýjan bolta falla á braut á móts við staðinn þar sem tíndi boltinn er, gegn tveimur vítum. Það má líka fara þangað sem týndi boltinn var sleginn gegn einu víti. Rauðir, gulir og bláir hælar, teigmerki, teigskilti, fjarlægðarhælar, auglýsingaskilti, bekkir og búnaður til vökvunar á vellinum eru óhreyfanlegar hindranir. Markmið Golfklúbbs Hraunborga er að stuðla að golfíþróttinni og gefa öllum aldurshópum tækifæri á því að spila þessa frábæru íþrótt fyrir sanngjarnt verð og í skemmtilegum félagsskap.
Golfvöllurinn er opin fyrir öllum, þ.e.a.s. bæði fyrir félagsmenn og aðra áhugasama golfara sem vilja spila staka hringi á vellinum, sjá nánar hér undir gjaldskrá. Stjórn Golfklúbbs Hraunborga skipa eftirtaldir aðilar: Ragnheiður Guðmundsdóttir - formaður - [email protected] Þuríður Lárusdóttir - gjaldkeri - [email protected] Guðjón Stefánsson - vallarstjóri - [email protected] Edda Friðfinnsdóttir - vallarstjóri - [email protected] Viðar Geirsson - ritari - [email protected] Saga merkisinsÁ stofnári Golfklúbbs Hraunborga ræddu þeir Ingvi Rúnar Einarsson aðal hvatamaður að stofnun klúbbsins og fyrsti formaður hans og Einar D. G. Gunnlaugsson saman um það að nauðsynlegt væri að klúbburinn hefði sitt eigið merki. Einar D. G. Gunnlaugsson bauðst til þess að koma með tillögur að merki klúbbsins.
Á miðju ári 2013 lagði Einar fram tillögu að merki klúbbsins sem Ingvi lagði fyrir nýkjörna stjórn klúbbsins og var merkið einróma samþykkt. Einar D. G. Gunnlaugsson færði þá klúbbnum merkið að gjöf. Til gamans hafa gárungarnir sagt að merkið sé sennilega eina merkið sem taki tillit til rétthentra og örfhentra golfspilara með tilvísun í kylfurnar í merkinu. |