Golfklúbbur HraunborgaGolfklúbbur Hraunborga var stofnaður árið 2013 og er félagasamtök um golfvöllinn í Hraunborgum í Grímsnes og Grafningshrepp.
Golfvöllurinn er 9 holu, par 3 völlur: Markmið Golfklúbbs Hraunborga er að stuðla að golfíþróttinni og gefa öllum aldurshópum tækifæri á því að spila þessa frábæru íþrótt fyrir sanngjarnt verð og í skemmtilegum félagsskap.
Golfvöllurinn er opin fyrir öllum, þ.e.a.s. bæði fyrir félagsmenn og aðra áhugasama golfara sem vilja spila staka hringi á vellinum, sjá nánar hér undir gjaldskrá. Stjórn Golfklúbbs Hraunborga skipa eftirtaldir aðilar: Ragnheiður Guðmundsdóttir - formaður - hraungolf@gmail.com Þuríður Lárusdóttir - gjaldkeri - hraungolf@gmail.com Guðjón Stefánsson - vallarstjóri - hraungolf@gmail.com Edda Friðfinnsdóttir - vallarstjóri - hraungolf@gmail.com Viðar Geirsson - ritari - hraungolf@gmail.com Saga merkisinsÁ stofnári Golfklúbbs Hraunborga ræddu þeir Ingvi Rúnar Einarsson aðal hvatamaður að stofnun klúbbsins og fyrsti formaður hans og Einar D. G. Gunnlaugsson saman um það að nauðsynlegt væri að klúbburinn hefði sitt eigið merki. Einar D. G. Gunnlaugsson bauðst til þess að koma með tillögur að merki klúbbsins.
Á miðju ári 2013 lagði Einar fram tillögu að merki klúbbsins sem Ingvi lagði fyrir nýkjörna stjórn klúbbsins og var merkið einróma samþykkt. Einar D. G. Gunnlaugsson færði þá klúbbnum merkið að gjöf. Til gamans hafa gárungarnir sagt að merkið sé sennilega eina merkið sem taki tillit til rétthentra og örfhentra golfspilara með tilvísun í kylfurnar í merkinu. |